The New York Times segir að í skjölunum komi meðal annars fram að leyniþjónustan FSB saki varnarmálaráðuneytið um að halda tölum um mannfall rússneska hersins í Úkraínu leyndum.
Í skjölunum kemur fram að „enn sé andstaða meðal embættismanna innan hersins um að flytja slæmar fréttir á æðstu stöðum“.
Embættismenn hjá FSB segja að tölur ráðuneytisins nái ekki yfir látna og særða úr þjóðvarðliðinu, Wagner-málaliðahópnum, málaliða og hermenn frá Tjétjéníu sem hafa barist með rússneska hernum.
Í skjölunum kemur fram að hinar ýmsu sveitir rússneska hersins berjist gegn hver annarri og hafi barist án sameiginlegrar stjórnar og samhæfingar og að það hafi gert aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu mjög flóknar.