fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Samverkamenn Rússa í Úkraínu lifa hættulegu lífi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 04:15

Bíllinn sem Kirill var í þegar hann var ráðinn af dögum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennan fer vaxandi á hernumdu svæðunum í Úkraínu og í viku hverri eru gerð morðtilræði við Úkraínumenn sem starfa með Rússum.

Þann 3. apríl  var bíll sprengdur í loft upp á einni af aðalgötum Melitopol. Í honum var Maksym Zubarev, Úkraínumaður sem er leiðtogi á hernumdum svæðum í Úkraínu. Hann var meðal þeirra sem ákváðu að starfa með Rússum eftir að þeir réðust inn í Úkraínu.

Þann 5. apríl fundaði Vladímír Pútín með leiðtogum hernumdu svæðanna í tengslum við fund hans með hinu valdamikla öryggisráði. Hann hefur greinilega miklar áhyggjur af stöðu öryggismála á hernumdu svæðunum. „Óvinurinn notar allar aðferðir til að hræða fólk, þar á meðal nýnasískar. Það verður að svara þessu af ákveðni og á áhrifamikinn hátt. Við verðum að ná tökum á ástandinu,“ sagði hann.

Meðal fundarmanna voru Volodymyr Saldo og Yevgeny Baltiskyy en Pútín gerði þá að leiðtogum þeirra svæða í Kherson og Zaporrizjsja sem Rússar hafa á sínu valdi. Þeir voru áhyggjufullir að sjá og ekki að ástæðulausu. Saldo varð að flýja í skyndinu í nóvember þegar Úkraínumenn náðu Kherson á sitt vald. Sama dag var næstráðandi hans, Kirill Stremousov, drepinn í því sem Rússar segja hafa verið bílslys en ber öll merki morðtilræðis.

Um miðjan mars var bíllinn, sem Ivan Tkatsj, var í sprengdur í loft upp. Rússar höfðu falið honum að skipuleggja flutning á rússneskum hersveitum til víglínunnar. Úkraínskir andspyrnumenn lýstu yfir ábyrgð á tilræðinu.

Svona mætti lengi telja og líklegt verður að teljast að Úkraínumenn séu hvergi nærri hættir að reyna að gera út af við þá sem starfa með hernámsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi