Tveimur leikjum er nýlokið í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Bikarmeistarar Víkings unnu þægilegan sigur á Magna þó gestirnir frá Grenivík hafi veitt þeim góða samkeppni framan af.
Víkingur komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Magnamenn minnkuðu muninn jafn óðum. Heimamenn unnu þó góðan 6-2 sigur að lokum.
Grindavík vann þá 2-1 sigur á Dalvík/Reyni. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson komu Grindavík í 2-0 í fyrri hálfleik en gestirnir jöfnuðu þegar um tíu mínútur voru eftir.
Leikur Kára og Þórs hófst á sama tíma en þar er framlengt.
Víkingur 6-2 Magni
1-0 Arnór Borg Guðjohnsen 17′
2-0 Guðmundur Óli Steingrímsson 38′ (sjálfsmark)
2-1 Veigar Páll Ingvason 40′
3-1 Danijel Dejan Djuric 41′
3-2 Viktor Már Heiðarsson 49′
4-2 Helgi Guðjónssin 59′
5-2 Sveinn Gísli Þorkelsson 63′
6-2 Arnór Borg Guðjohnsen 73′
Grindavík 2-1 Dalvík/Reynir
1-0 Dagur Ingi Hammer 7′
2-0 Guðjón Pétur Lýðsson 30′
2-1 Þröstur Mikael Jónasson 81′
Markaskorarar fengnir af Fótbolta.net