Chelsea hefur opnað samtalið við Mauricio Pochettino fyrrum stjóra PSG og Tottenham um að taka við þjálfun liðsins.
Eigendur Chelsea virðast ætla að ræða við nokkuð marga aðila áður en þeir fara í formlegar viðræður.
Fabrizio Romano fjallar um málið en segir að Julian Nagelsmann sé enn líklegastur til að taka við.
Chelsea hefur fundað Nagelsmann og Luis Enrique og nú stefnir í að einnig verði fundað með Pochettino.
Chelsea rak Graham Potter úr starfi á dögunum en Frank Lampard tók við út tímabilið, hefur nýi stjórinn tapað öllum fjórum leikjunum hingað til við stýrið.
Chelsea have also contacted Mauricio Pochettino in the last few days. It’s the first direct approach after last summer when he was in the list. 🚨🔵 #CFC
Nothing advanced yet, Nagelsmann remains favourite.
Talks will continue, as Chelsea want to be 100% sure of their choice. pic.twitter.com/tIhLhNSmAU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 20, 2023