Ilkay Gundogan getur valið úr tilboðum nú þegar samningur hans við Manchester City er að renna út. City vill halda í þýska landsliðsmanninn.
Gundogan er sterklega orðaður við Barcelona og hafa miðlar þar í landi gengið svo langt að segja að samkomulag sé í höfn.
„Samningur við Barcelona klár? Það er ekkert ákveðið með framtíðina mín,“ segir Gundogan.
City er búið að bjóða Gundogan nýjan samning. „Það eru viðræður á bak við tjöldin, ég mun ekki ræða nein smáatriði.“
„Ég hef ekki skrifað undir neitt,“ segir Gundogan sem er lykilmaður í liði Pep Guardiola í dag.
Gündogan: “Barcelona deal done? My future is not yet decided — obviously, there are talks in the background. But I won’t go into details now. I have not signed anything yet”. 🚨🔵 #MCFC
“I’m happy to be here at Man City and to be the captain”, told SkyDE @Plettigoal. pic.twitter.com/SkRUJtDxqQ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 20, 2023