Manchester United verður án Lisandro Martinez og Raphael Varane þegar liðið heimsækir Sevilla í Evrópudeildinni í kvöld.
Báðir eru frá vegna meiðsla og munu því Harry Maguire og Victor Lindelöf standa vaktina í vörn United á Spáni í kvöld.
Fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en United hafði mikla yfirburði framan af leik en skoraði síðan tvö sjálfsmörk.
Maguire og Lindelöf voru ekki sannfærandi lengi þegar þeir léku saman en á þessu ári hafa þeir félagar byrjað sex leiki.
United hefur unnið fimm af þeim og er sigurhlutfallið með þá félaga saman í hjarta varnarinnar því 83 prósent.
Í 108 leikjum þar á undan sem þeir félagar byrjuðu saman var sigurhlutfallið aðeins um 55 prósent.
Harry Maguire 🤝 Victor Lindelöf
83% win rate in 2023 pic.twitter.com/1ePWMGLbxE
— Football Daily (@footballdaily) April 20, 2023