fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð kennir ríkisstjórninni um verðbólguna: „Þetta gat ekki farið öðruvísi en illa“

Eyjan
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 10:30

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skjáskot/Brotkast

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, segir að núverandi ríkisstjórn beri ábyrgð á verðbólgunni sem nú veldur íslenskum almenningi verulegum búsifjum. Segir hann að ríkisstjórnin hafi verið mynduð um ráðherrastóla og til að útdeila peningum en ekki pólitíska sýn. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Spjallið með Frosta Logasyni en Sigmundur Davíð er nýjasti gestur þáttarins sem nú er aðgengilegur á Brotkast.is.

Tóku við góðu búi en fóru svo að eyða peningum

Í viðtalinu segir Sigmundur Davíð að núverandi ríkisstjórn hafi tekið við góðu búi, meðal annars vegna þess að nokkru áður hafði tekist að endurheimta gríðarlega fjármuni frá erlendum kröfuhöfum. Núverandi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tók við lyklavöldum árið 2017 en mikill pólitískur óstöðugleiki hafði geisað fram og segir Sigmundur Davíð að popúlisminn hafi verið allsráðandi.

„Þarna er mynduð ríkisstjórn, ekki um pólitík heldur um stóla og að útdeila peningum og svo fór það bara algjörlega úr böndunum,“ segir Sigmundur Davíð.

Hann segir ríkistjórnina hafa síðan ítrekað slegið met í aukningu ríkisútgjalda. Árið 2019 hafi mörgum brugðið þegar útgjöld ríkisins fóru yfir 1.000 milljarða og talað hefði verið um að taka þyrfti í taumana. Það hafi þó ekki gengið eftir. „Nú sjáum við ekki til lands hvað það varðar. Það stefnir í 1.500 milljarða,“ segir Sigmundur Davíð.

Frá því að ríkisstjórnin tók við hafi hún náð að auka ríkisútgjöld um 70% í krónum talið og um þriðjung sé tekið tillit til verðleiðréttingar.

Ætluðu að stíga á bremsuna eftir Covid-19

„Og hvað þýðir þetta? Það þýðir verðbólga,“ segir Sigmundur Davíð.

Heimsfaraldur Covid-19 hafi svo brostið á og þá hafi allir sýnt því skilning að auka þyrfti útgjöld í þeim aðstæðum. Alltaf hafi þó fylgt sögunni að stigið yrði á bremsuna þegar faraldurinn yrði afstaðinn og hafist handa við að greiða niður skuldir. Það hafi þó ekki raungerst.

„Hvað gerðist? Það hafði bara orðið til nýtt gólf í ríkisútgjöldum. Og síðan var bætt enn ofan á það,“ segir Sigmundur Davíð. Núna síðasti hafi svo öll met verið slegin að hans sögn. Í ofanálag sjái ríkisstjórnin ekki fram á að tökum verði komið á útgjöldin fyrr en í tíð næstu ríkisstjórnar.

„Svo reið ríkið á vaðið með því að hækka öll gjöld og þar með talið marga skatta við síðustu áramót. Við sögðum þá: Þið megið ekki leggja línurnar í upphafi nýs árs með því að hækka öll gjöld. Það gefur bara öðrum merki,“ segir Sigmundur Davíð.

Í hans tíð hafi ríkið horfið frá því að vera alltaf leiðandi í verðhækkunum en það sjónarmið stýri ekki för hjá núverandi ríkisstjórn.

„Þetta gat ekki farið öðruvísi en illa og það bitnar auðvitað á almenningi,“ segir Sigmundur Davíð. Nefnir hann sem dæmi að hann óttist að lífeyrir landsmanna hafi rýrnað talsvert enda hafi lífeyrissjóðir verið duglegir að kaupa ríkisskuldabréf þegar vextir voru lágir en vaxtahækkanirnar undanfarið hafi haft neikvæð áhrif á verðmæti bréfanna.

Hér má sjá brot úr viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson en það er aðgengilegt í heild sinni á áskriftarsíðunni Brotkast.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?