fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Svakaleg lýsing: Mætti brjálaður heim til hans og öskraði inn um bréfalúguna – Hann leit illa út þegar hann komst svo að þessu

433
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1999 keypti viðskiptamaðurinn George Reynolds félagið Darlington í ensku D-deildinni. Hann var með stóra drauma en allt fór úrskeiðis.

The Upshot reifaði feril hins skrautlega Reynolds hjá Darlington.

Hinn moldríki Reynolds, sem hafði setið í fangelsi áður, mætti til Darlington og vildi hrúga peningum í félagið. Hann vildi koma félaginu í ensku úrvalsdeildina og byggði 20 milljóna punda völl sem tekur 25 þúsund manns í sæti. Það var athyglisvert en að meðaltali mættu um 2 þúsund manns á leiki Darlington. Völlinn nefndi Reynolds eftir sjálfum sér, Reynolds-Arena.

Reynolds reyndi að fá menn eins og Paul Gascoigne og Faustino Asprilla. Sá síðarnefndi var næstum mættur en sá að ekki var allt með felldu.

25 þúsund manna völlurinn var mjög langt frá því að vera þétt setinn á leikjum Darlington og varð Reynolds harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum. Hann lenti í stríði við Peter Barron, ristjóra Northern Echo.

„Ef þú ætlar að skrifa fyrirsagnir um mig, skrifa ég fyrirsagnir um þig,“ sagði Reynolds. Hann setti skillti fyrir utan heimavöll Darlington þar sem stóð: REKIÐ BARRON. BARRON ER LYGARI. BARRON ER HOMMI.“

Þá mætti Reynolds eitt sinn heim til Barron og öskraði inn um bréfalúguna. Það sem hann vissi ekki var að Barron og fjölskylda voru annars staðar í fríi.

Árið 2004 fann lögregla 500 þúsund pund í skotti Reynolds, sem var stungið í fangelsi á ný fyrir skattsvik.

Fleiri magnaðar sögur af Reynolds eru hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar útskýrir fjarveru Gylfa – Jóhann Berg mun hitta liðið á Spáni og mæta á fundi

Arnar útskýrir fjarveru Gylfa – Jóhann Berg mun hitta liðið á Spáni og mæta á fundi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafði maðurinn með lúðurinn áhrif á leikmenn Liverpool í gær?

Hafði maðurinn með lúðurinn áhrif á leikmenn Liverpool í gær?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti haldið á framandi slóðir í sumar

Gæti haldið á framandi slóðir í sumar
433Sport
Í gær

Óvæntar hræringar á bak við tjöldin hjá United – Tveir mikilvægir yfirgefa félagið

Óvæntar hræringar á bak við tjöldin hjá United – Tveir mikilvægir yfirgefa félagið
433Sport
Í gær

Fólki brugðið þegar klámstjarna birtist á síðu þeirra – Senda frá sér yfirlýsingu

Fólki brugðið þegar klámstjarna birtist á síðu þeirra – Senda frá sér yfirlýsingu