Barnamenningarhátíð fer fram í Reykjavík 18.–23. apríl.
Fjölmargir Facebook-notendur taka þátt með því að breyta prófílmynd sinni meðan á hátíðinni stendur og setja barnamynd af sér. Þá viku sem hátíðin stendur lítur því út fyrir að meðalaldur Facebook-notenda á Íslandi hafi lækkað all verulega.
DV skoðaði síður nokkurra þekktra Íslendinga og má sjá hér hvernig viðkomandi leit út sem barn og hvernig viðkomandi lítur úr á nýlegri prófílmynd. Varðveitum barnið í okkur.
Hátíðin fer fram um alla borg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa sex daga sem hátíðin stendur yfir.
Í ár er sérstök áhersla á viðburði í Grafarvogi og viðburði sem tengjast friði.