Sadio Mane er ekki vel liðinn innan Bayern Munchen sem stendur og gæti vel yfirgefið félagið í sumar.
Florian Plettenberg, fréttamaður Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá stöðu mála.
Mane var settur í eins leiks bann á dögunum hjá Bayern Munchen fyrir að slá Sadio Mane eftir leik liðsins gegn Manchester City í Meistaradeildinni. Þá var hann einnig sektaður.
Plettenberg, sem er vel tengdur hjá Bayern Munchen, segir leikmenn hafa fjarlægt sig Mane og að þeim líki almennt ekki vel við hann.
Þá segir Plettenberg að Mane virki óánægður hjá Bayern og að hann geti vel farið næsta sumar.
Mane er með há laun og verður ekki auðvelt að selja hann, en kappinn kom aðeins frá Liverpool næsta sumar.
Hins vegar hefur Thomas Tuchel, nýr stjóri Bayern Munchen, engan áhuga á að starfa með Mane á næstu leiktíð.