Nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, Åge Hareide, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi í starfi í Laugardal í dag.
Á fundinum í dag sagðist Hareide hafa rætt við fyrrverandi þjálfara Íslands, Lars Lagerback, eftir að hafa tekið við.
„Besta leiðin til að ná einhverju út úr Íslandi er að skipuleggja liðið mjög vel. Ég hef rætt þetta við Lars,“ sagði Hareide í dag.
„Ég ræddi við Lars eftir að ég tók við liðinu og þetta var það sem hann sagði. Þú þarft að vera pragmatískur og skipuleggja liðið. Þú verður að vera viss um að allir skilji sín hlutverk.“
Eins og þekkt er fór Lars Lagerback með Ísland á Evrópumótið 2016. Hareide vonast til að geta gert slíkt hið sama.
„Mín reynsla af íslenskum leikmönnum er sú að þeir gera það sem þeim er sagt.“