Åge Hareide, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins situr nú fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal.
Það varð ljóst fyrir helgi að Hareide tæki við liðinu af Arnari Þór Viðarssyni, sem var látinn fara nýlega.
Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leiki undanriðils EM 2024. Liðið sigraði Leichtenstein en tapaði illa gegn Bosníu.
Hareide fékk skilaboð frá Arnari Þór eftir að hafa tekið við.
„Ég fékk skilaboð frá Arnari landsliðsþjálfara. Hann óskaði mér og liðinu góðs gengis,“ sagði hann á blaðamannafundinum.
„Þetta er merki um klassa hjá þjálfara.“
Hareide segir þetta góð fyrirheit fyrir starfið hér á landi.
„Ef þetta er hugarfar Íslendinga þá er það mjög gott.“
Fyrstu verkefni Hareide verða gegn Slóvakíu og Portúgal í júní í undankeppni EM 2024.