Fólk sem orðið hefur fyrir himinháum millifærslum af kreditkortum sínum eftir lítilsháttar innkaup þarf ekki að haga áhyggjur af fjámunum sínum, að sögn Jónínu Ingvadóttur, markaðsstjóra greiðslukortafyrirtækisins Rapyd. Í fréttatilkynningu segir að allar færslur sem hafa farið í gegnum kerfi Rapyd hafi nú verið leiðréttar.
Tilkynningin er eftirfarandi:
„Allar færslur hafa verið leiðréttar sem hafa farið í gegnum kerfi Rapyd.
Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármunum sínum því að færslur hafa verið leiðréttar.
Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd.
Varðandi atburðarás tengda staðlabreytingu hjá kortasamtökunum. Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá Visa og Amex. Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem var móttekin af MasterCard kl 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard. Það er svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma milli útgáfubanka.
Breytingar á meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa, Mastercard og American Express voru gerðar 14. og 15. apríl sl. Þessi kerfisbreyting var gerð á forræði kortafyrirtækjanna til að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Breytingin var gerð með vitneskju og í samráði við alla hlutaðeigandi aðila á markaðnum þ.e. útgáfubanka, færslumiðlara og færsluhirða.
Rapyd hafði enga aðkomu að ákvarðanatöku eða tímasetningu breytinga umfram aðra á markaðnum.
Rapyd harmar þau óþægindi sem þetta hefur haft í för með sér.“