fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Tilkynning frá Rapyd út af himinháu millifærslunum – Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem orðið hefur fyrir himinháum millifærslum af kreditkortum sínum eftir lítilsháttar innkaup þarf ekki að haga áhyggjur af fjámunum sínum, að sögn Jónínu Ingvadóttur, markaðsstjóra greiðslukortafyrirtækisins Rapyd. Í fréttatilkynningu segir að allar færslur sem hafa farið í gegnum kerfi Rapyd hafi nú verið leiðréttar.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Allar færslur hafa verið leiðréttar sem hafa farið í gegnum kerfi Rapyd.

Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármunum sínum því að færslur hafa verið leiðréttar.

Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd.

Varðandi atburðarás tengda staðlabreytingu hjá kortasamtökunum. Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá Visa og Amex. Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem var móttekin af MasterCard kl 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard. Það er svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma milli útgáfubanka.

Breytingar á meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa, Mastercard og American Express voru gerðar 14. og 15. apríl sl. Þessi kerfisbreyting var gerð á forræði kortafyrirtækjanna til að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Breytingin var gerð með vitneskju og í samráði við alla hlutaðeigandi aðila á markaðnum þ.e. útgáfubanka, færslumiðlara og færsluhirða.

Rapyd hafði enga aðkomu að ákvarðanatöku eða tímasetningu breytinga umfram aðra á markaðnum.

Rapyd harmar þau óþægindi sem þetta hefur haft í för með sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband