Víkingur R. og KR hafa ákveðið að víxla á heimaleikjum í næstu umferð Bestu deildar karla.
Meistaravellir, heimavöllur KR, er ekki tilbúinn og því er þessi ákvörðun tekin.
KR – Víkingur R
Var: Mánudaginn 24. apríl kl. 18.00 á Meistaravöllum
Verður: Mánudaginn 24. apríl kl. 19.15 á Víkingsvelli
Leikurinn heitir því Víkingur R – KR
Víkingur R. er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar en KR er með fjögur stig.