fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Eyjan

Margrét Anna skipuð sendiherra ELTA fyrir Ísland

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 11:02

Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Justikal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusamtökin í lögfræðitækni (ELTA) hafa skipað Margréti Önnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra og stofnanda Justikal, sem sendiherra samtakanna fyrir Ísland. Meginmarkmið ELTA er að efla tækni í lögfræðigeiranum í Evrópu. Samtökin taka virkan þátt í samfélagslegri og pólitískri umræðu í því skyni að tala fyrir hagsmunum og áhyggjum félagsmanna sinna og til að styrkja stöðu tækniþróunar á evrópskum mörkuðum.

Nýsköpunarfyrirtækið Justikal hefur þróað lausn fyrir stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt í samræmi við kröfur eIDAS reglugerðarinnar.

„Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir traustið sem ELTA sýnir mér með þessari skipan og er virkilega spennt fyrir framhaldinu. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir Justikal og það starf sem þar hefur verið unnið undanfarin misseri sem miðar allt að því að auðvelda störf lögmanna með því að nýta tæknina til að stafvæða réttarkerfið. Sem stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal er ég heilluð af möguleikanum að efla tækni í lögfræðigeiranum og hlakka því mikið til að tengjast fagfólki frá Evrópu og öllum heimshornum á þessu sviði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum