Evrópusamtökin í lögfræðitækni (ELTA) hafa skipað Margréti Önnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra og stofnanda Justikal, sem sendiherra samtakanna fyrir Ísland. Meginmarkmið ELTA er að efla tækni í lögfræðigeiranum í Evrópu. Samtökin taka virkan þátt í samfélagslegri og pólitískri umræðu í því skyni að tala fyrir hagsmunum og áhyggjum félagsmanna sinna og til að styrkja stöðu tækniþróunar á evrópskum mörkuðum.
Nýsköpunarfyrirtækið Justikal hefur þróað lausn fyrir stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt í samræmi við kröfur eIDAS reglugerðarinnar.
„Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir traustið sem ELTA sýnir mér með þessari skipan og er virkilega spennt fyrir framhaldinu. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir Justikal og það starf sem þar hefur verið unnið undanfarin misseri sem miðar allt að því að auðvelda störf lögmanna með því að nýta tæknina til að stafvæða réttarkerfið. Sem stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal er ég heilluð af möguleikanum að efla tækni í lögfræðigeiranum og hlakka því mikið til að tengjast fagfólki frá Evrópu og öllum heimshornum á þessu sviði.“