fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Kona sakfelld fyrir rangar sakargiftir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 10:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertug kona úr Hafnarfirði var í síðasta mánuði sakfelld fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir ýmis brot. Dómurinn er nýbirtur.

Konan var ákærð fyrir umferðarlagabrot, þ.e. akstur undir áhrifum slævandi lyfja, hún var ákærð fyrir rangar sakargiftir og fyrir þjófnað. Þann 27. apríl 2021 keyrði konan bíl svipt ökurétti og undir sterkum áhrifum af amfetamíni og metamfetamíni gegn rauðu umferðarljósi um Gömlu Hringbraut í Reykjavík. Lögregla hafði tal af henni inn á bílastæði við Barnaspítala Hringsins. Þar tjáði konan ranglega að hún væri önnur kona og sýndi lögreglu mynd af Facebook-aðgangi þeirra konu. Var hún því sökuð um að hafa leitast við að koma brotinu yfir á þá konu.

Hún var ákærð fyrir annað svipað umferðarlagabrot þann 20. október 2021 en þá ók hún um Reykjanesbraut og Kaldárselsveg í Hafnarfirði.

Konan var ennfremur sökuð um þjófnaðarbrot aðfaranótt laugardagsins 18. september 2021, um að hafa „í félagi við þekktan aðila farið inn í íbúðarhús að […] og stolið þaðan ýmsum munum að verðmæti samtals kr. 648.841,-“ eins og segir í ákæru. Meðal þess sem var tekið úr húsinu var humar úr frysti. Konan neitaði sök þó að mikið af þýfinu hafi fundist í bíl þar sem hún sat í aftursætinu. Fór hún með annarri manneskju í húsið en sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún væri að stela úr húsinu. Sú kona bar hins vegar vitni fyrir dómnum, játaði á sig brotið og sagði að sú ákærða hafi verið vel meðvituð um tilgang fararinnar.

Konan játaði rangar sakargiftir en neitaði öðrum brotum. Hún sagðist hafa tekið lyf samkvæmt læknisráði og ekki umfram það. Einnig neitaði hún þjófnaðarbrotinu, sem fyrr segir.

Hún var hins vegar sakfelld fyrir alla ákæruliðinu og dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hún þarf einnig að greiða 750 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs en ella sitja í 34 daga fangelsi. Hún er svipt ökurétti til 14. desember 20125. Einnig þarf hún að greiða um 800 þúsund krónur í sakarkostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband