fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Ólína og Jón Viðar hnakkrífast: „Sakaðu mig um dómhörku, sama er mér“ – „Þvílíkur endemis þvættingur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 09:00

Jón Viðar og Ólína stóðu föst á sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti við Háskólann á Bifröst, og Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leikhúsgagnrýnandi þjóðarinnar, áttu í nokkuð hörðum orðaskiptum á Facebook-síðu Ólínu í gærkvöldi.

Forsaga málsins er sú að Ólína skrifaði færslu um mál hinnar dönsku Filippu sem var numin á brott á laugardag af 32 ára gömlum karlmanni. Filippa fannst á lífi á sunnudag og er gerandinn í málinu grunaður um að hafa rænt henni og nauðgað ítrekað.

Í færslu sinni gagnrýndi Ólína það að gerandinn nyti nafnleyndar og engar myndir hefðu verið birtar af honum.

„Reglum þar um mun hafa verið ætlað að hlífa þolendum, að sagt var, þegar þær voru settar á sínum tíma. Öfugsnúin eru þau rök, ef þið spyrjið mig, því stúlkan sem varð fyrir honum nýtur ekki meiri verndar en svo að nafn hennar og andlit halda áfram að birtast í öllum fréttum þó að hún sé fundin. Það er öll þolendatillitssemin,“ sagði Ólína og bætti svo við:

„Ég vona að nafn og andlit þessa barnanauðgara verði afhjúpað þegar réttað hefur verið í málinu og sök hans sönnuð. Annað væri fáránlegt.“

„Enginn sekur fyrr en sekt er sönnuð“

Færsla Ólínu vakti talsverða athygli og voru margir sem tóku undir með henni, en þó ekki allir.

Jón Viðar bendir á að enginn teljist sekur fyrr en sekt hefur verið sönnuð.

„Enginn sekur fyrr en sekt er sönnuð. Það er auðvitað skítt að geta ekki fengið reiði sinni og hneykslan útrás undireins heldur þurfa að bíða eftir því að réttvísin hafi sinn gang,“ sagði hann.

Ólína benti á að hér væri ekki verið að leggja til tafarlausa myndbirtingu. „Hins vegar mætti af sömu tillitssemi taka myndir af stúlkunni úr birtingu, úr því hún er fundin,“ sagði hún.

„Jæja góði“

Jón Viðar svaraði að færslan og sum viðbrögð við henni einkennist ekki af neinu öðru en dómhörku.

„Ég skil að það er freistandi að ganga hér fram og leika siðferðishetju. En þið hafið bara engan rétt til þess og þar að auki ekkert til ykkar máls, nkl ekkert. Mynd af stúlkunni var eflaust nauðsyn að birta um leið og leit hófst enda mun það reglan og það skiptir nú afar litlu þó myndir birtist enn, slíku verður örugglega fljótt hætt. Þú Ólína kallar hann barnanauðgara í færslu þinni og þar með ert þú sest í dómarasæti, en það er dómstóll götunnar. Að sagan geymi ófá dæmi um slík réttarhöld og til hvers þau leiddu þarf ég varla að segja lærðum sagnfræðingi,“ sagði Jón Viðar.

Ólína var allt annað en sátt við þetta svar Jóns Viðars.

„Jæja góði, ég sé nú ekki ástæðu til að rífast við þig um þetta. Maðurinn er ákærður fyrir frelsissviptingu og margfalda nauðgun eins og fram er komið í ákæruskjali. Barnið fannst í haldi hans. Sakaðu mig um dómhörku, sama er mér og vertu sjálfur mildi maðurinn, siðferðishetjan, þú mátt það fyrir mér.“

„Hvar hef ég sagt eitthvað sem gefur þér leyfi til að klína slíku upp á mig?!“

Jón Viðar svaraði að bragði og sagðist hvorki vera mildur né harður í málinu.

„Já góða þessi færsla þín var einungis vanhugsað frumhlaup, sama hversu margir klappa fyrir henni. Og ég er hvorki mildur né harður í þessu máli, enda skiptir mín skoðun á því nkl jafn litlu máli og þín, þeas engu. Ég get svo sem sagt það einu sinni enn (en svo ekki oftar): Menn ERU saklausir, uns sekt er sönnuð. Því hefur hvorki þú né aðrir neitað, en í stað þess að ræða það og styðja yfirlýsingarnar rökum, þá farið þið undan í flæmingi jafnframt því sem þið blásið meir og hossið ykkur hærra á siðferðishrossinu. Passið bara að detta ekki af baki, því það hefur hent ýmsa góða menn áður.“

Ólína sagði að færslan hefði ekki verið neitt frumhlaup heldur gallhörð skoðun að gefnu tilefni.

„Vanþóknun þín og samúð með gerandanum sem segja má að hafi verið staðinn að verki kann hins vegar að vera frumhlaup. Um sakleysi uns sekt er sönnuð þarf ekkert að ræða, enda erum við hér ekki að tala um refsiviðurlög,“ sagði hún.

Jón Viðar var ekki á því að leggja árar í bát og átti eitt lokasvar uppi í erminni.

„Að ég hafi „samúð“ með gerandanum – þvílíkur endemis þvættingur. Hvar hef ég sagt eitthvað sem gefur þér leyfi til að klína slíku upp á mig?! En ég þrasa ekki lengur við þig um þetta. Góðar stundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“
Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“