Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að þessi kostnaður hafi aukist nokkuð á síðustu árum. Samkvæmt samningum við tannlækna, sem voru gerðir 2013, fá allir yngri en 18 ára gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu.
Meðalfjöldi tannviðgerða á hvert barn hefur lækkað síðan og benda gögn til að þörf á tannviðgerðum hafi verið orðin uppsöfnuð.
Þrátt fyrir að tannlækningar séu börnum að kostnaðarlausa telur Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, að um 5.000 börn skili sér ekki í reglubundið eftirlit.
Ein af ástæðunum fyrir auknum tannlæknakostnaði er fjölgun innflytjenda. Í ársbyrjun 2022 voru þeir um 16% íbúa landsins en 2012 voru þeir 8%. Mörg þúsund börn hafa bæst inn í heilbrigðiskerfið og njóta fullra réttinda. Þurfa mörg þeirra á mikilli þjónustu að halda að sögn Morgunblaðsins.