Mohamed Salah sóknarmaður Liverpool skráði sig í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld, enginn hefur skorað fleiri mörk með vinstri fæti í deildinni en kauði.
Salah hefur nú skorað 107 mörk með vinstri fæti í deildinni en Liverpool vann frábæran sigur á Leeds í kvöld. Salah bætti metið með fyrra markinu sínu sem var númer 106 í röðinni.
Metið átti fyrrum leikmaður Liverpool, Robbie Fowler sem skoraði mörk sín fyrir fjölda liða í deildinni.
Robin van Persie er í þriðja sætinu og Ryan Giggs í því fjórða. Salah hefur um árabil verið einn allra besti knattspyrnumaður í heimi.
Hann hefur ekki verið í sínu besta formi á þessu tímabili en hefur samt sem áður reynst ansi drjúgur.