Leikmenn Vals og Stjörnunar munu bera fjólublá armbönd í leik Meistara Meistaranna til að sína samstöðu í jafnréttisbaráttu kvenna í knattspyrnu.
Þetta kemur fram í hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna.
„Frumkvæðið að því að klæðast fjólubláu – sem táknar jafnrétti – var fyrst tekið fram af Kanada og öðrum kvennalandsliðum í landsliðsglugganum í febrúar síðastliðnum, þar sem vandamál kanadíska kvennalandsliðsins gegn knattspyrnusambandinu sínu jókst, samhliða áframhaldandi vandamálum um allan heim sem leikmenn hafa tekið upp,“ segir í tilkynningu.
Leikur Vals og Stjörnunar hefst kl:19:30 á Origo vellinum.