Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks hefur birt byrjunarlið Breiðabliks fyrir leikinn gegn Fjölni í bikarnum á miðvikudag.
Gerir Óskar þetta á Twitter en umræða hefur verið í gangi síðustu daga um að byrjunarlið Blika sé að leka út fyrir leiki.
„Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. apríl. Brynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi,“ skrifar Óskar á Twitter.
Klæmint Olsen og Oliver Stefánsson hafa verið utan hóps í liði Blika í upphafi sumars en fá tækifæri á miðvikudag gegn Fjölni.
Óskar var spurður út í það á Stöð2 Sport í gær hvort hann væri meðvitaður um það að byrjunarlið Blika væri að leka út fyrir leikina. Blikar unnu 0-2 sigur á Val í gær.
„Þetta skiptir engu máli. Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig,“ sagði Óskar.
Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. apríl
Brynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi.— OskarHrafn (@oskar_hrafn) April 17, 2023