Vinsæll hárgreiðslumaður í Bretlandi hefur birt myndband af því þegar hann snyrti hárið á drengnum sínum um helgina.
Drengurinn ungi vildi ekkert meira en að fá sömu klippingu og Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Burnley skartar.
Þegar faðir hans spurði hvernig klippingu hann vildi, var drengurinn fljótur til svars. „Jóhann Berg Guðmundsson,“ sagði drengurinn ungi.
Faðirinn vinnur við að klippa í Bretlandi er með ansi marga leikmenn Burnley í viðskiptum hjá sér, þar á meðal Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg hafði skorað tvö mörk fyrir Burnely í sigri á Sheffield United fyrir viku síðan og það hefur hjálpað til þegar drengurinn valdi sér klippingu.
Myndbandið er ansi skemmtilegt og má sjá hér að neðan
@simontownley Had a few haircuts to at home today to do and this little man wanted his haircut like JBG.. what you guys think of his new hair #burnleyfc styled using @Matrix ♬ original sound – simontownley