fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Charles hermdi eftir Presley, keypti sér vini og taldi sig kvennagull – „Mig langar að drepa stelpu í kvöld‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charles Schmid var lágvaxinn og horaður og greip því oft til þess ráðs að ganga í upphækkuðum kúrekastígvélum. Auk þess notaði hann þykkan farða, litaði hár sitt svart og málaði fæðingarblett á andlitið með það að markmiði að líkjast átrúnaðargoði sínu, Elvis Presley.

Hann notaði meira að segja þvottaklemmu daglega til að draga niður neðri vörina í þeirri von um að líkjast Presley sem mest.

Allt var þetta til að ganga í augun á ungum stúlkum. Sem hann svo myrti.

Charles taldi sig lifandi eftirmynd Presley.

Lélegur námsmaður en góður í íþróttum

Við fæðingu var Charles ættleiddur af Charles og Katharine Schmid, sem áttu og ráku hjúkrunarheimili í borginni Tucson í Arizonafylki.

Charles var erfitt barn og lenti honum oft saman við foreldra sína, sérstaklega Charles hinn eldri. Hjónin skildu þegar að Charles var fjögurra ára og súrnuðu samskiptin þá enn frekar.

Charles reyndi að hafa samband við lífmóður sína þegar hann komst á unglingsár en hún henti honum út og sagðist aldrei vilja líta hann framar augum.

Húsið sem móðir Charles lét hann fá. Friz systurnar voru myrtar þar. Mynd/Life

Charles var arfaslakur námsmaður en gekk afbragðsvel í íþróttum og var meðal annars fyrirliði liðs sem vann fylkiskeppni unglinga í fimleikum. Hann sagði síðar í viðtali að það hefði verið hræðslan sem laðaði hann að fimleikum. Vitneskjan um að eitt rangt stökk gæti orðið hans síðasta.

Með hirð „aðdáenda‟

En Charles hafði mestan áhuga á að drekka og djamma og á síðasta ári menntaskóla hætti hann að mæta eftir að hafa verið nappaður fyrir að stela verkfærum úr skólanum.

Hús Charles var alltaf fullt af fólki. Mynd/Life

Charles flutti inn í húsnæði í eigu móður síðan sem dekstraði enn fremur við hann með því að láta hann fá 300 dollara á mánuði í „vasapeninga” sem á uppfærðu gengi er um 400 þúsund krónur íslenskar.

Samt sem áður hafði hann hætt í skóla, sýndi engan áhuga á að leita sér vinnu, og var almennt til ama og leiðinda.

Fljótlega flutti vinur Charles inn, Paul Graff, og ásamt þeim John Saunders og Richie Burns, mynduð fjórmenningar eins konar klíku sem eyddi kvöldunum i drykkju og að reyna að pikka upp stelpur.

Úr húsi Charles. Mynd/Life

Sjálfskipaður kvennaljómi

Charles skorti ekki sjálfsálitið og montaði sig stöðugt af hylli sinni meðal kvenna.

Reyndar var Charles alltaf með hóp ungmenna sér við hlið, og var hann óumdeildur leiðtogi þeirra. Húsið var alltaf fullt ungs fólk sem dvaldi þar til styttri eða lengri tíma og partýhaldið var stanslaust.

Hann lagði mikið í útlitið, var alltaf með nóg fé á milli handa og bjó einn og eftirlitslaus í heilu húsi. Í ofanálag voru flestir áhangendurnir yngri en hann.

Sunnudagskvöldið 31. maí 1964 tilkynnti Charles kærustu sinni, Mary French og sambýlismanni, John Saunders,að honum leiddist.

Alleen Rowe. Mynd/Getty

 

Hafði hafnaði boði um kynlíf

Honum langaði að drepa stelpu, eins og hann orðaði það, og hvorki Mary né John virðast hafa séð neitt athugavert við yfirlýsinguna.

Þremenningarnir óku að heimili hinnar 15 ára gömlu Alleen Rowe. Foreldrar hennar voru fráskildir og bjó Aleen heima hjá móður sinni, sem Charles vissi að væri í vinnu á kvöldin.

Það var Richie Burs sem varð Charles að falli á morðferlinum. Mynd/Life

Alleen var valin sem fórnarlamb þar sem hún hafði hafnað boði Charles og vina hans um kynlíf.

Charles skipaði Mary að banka upp á hjá Alleen og bjóða henni í bíltúr. Og því miður þáði Alleen boðið. Allir í bílnum, nema Alleen, vissu hvað myndi gerast næst.

Charles ók út í eyðimörkina þar sem bæði hann og John nauðguðu Alleen og myrtu hana því næst með því að grýta grjóthnullungi í höfuð hennar. Því næst grófu þeir Aleen í grunnri gröf.

Mary beið í bílnum á meðan að ofangreint gekk á, og hlustaði á útvarpið.

Charles Schmid: Strange Misfit Makes for a Horrific Killer
Gretchen og Wendy Fritz

„Bara vesen að kjafta frá‟

Charles gat ekki stillt sig um að monta sig af ódæðinu við Richie Bruns en það var ekki hjá því komist að nauðgunin og morðið spyrðist út. Mary og John pískruðu og vissu svo að segja allir bekkjafélagar Charles um verknaðinn.

En enginn sagði neitt.

„Það var of seint, hún var hvort eð er dáin. Og það hefði bara skapað vandræði að kjafta frá,‟ sagði einn skólafélagi Charles síðar.

Ári eftir morðið á Alleen hvarf nýjasta kærasta Charles, hin 17 ára Gretchen Fritz og 13 ára systir hennar, Wendy.

Gretchen var dóttir efnafólks, sem hafði verið rekin úr fínum einkaskóla fyrir sérkennilega og ógnandi hegðun. Var mælt með að henni yrði komið til geðlæknis hið fyrsta, sem foreldrar hennar létu sem vind um eyru þjóta.

Charles tekinn höndum. Mynd/Life.

Gretchen og Charles voru því eins eitrað par og unnt er að hugsa sér. Gretchen var afar afbrýðisöm, fylgdist með Charles, tók köst ef hann talaði við aðrar stelpur og hringdi í hinna fimm til sjö sinnum á dag. Charles var því komin með leið á henni.

Hann bauð henni í heimsókn með það í huga að slíta sambandinu en hótaði Gretchen að fara til lögreglunnar og segja frá morðinu á Alleen.

Charles kyrkti því Gretchen og þar sem litla systir hafði verið með í för, kyrkti hann hann Wendy litlu líka.

Hann ók svo með líkin út í eyðimörkina og gróf þær.

Við réttarhöldin. Mynd/Life

Réttarhöld og dómur

Aftur trúði Charles Richie Bruns fyrir morðunum og sagði honum meira að segja nákvæmlega hvar þær væru grafnar.

En núna gat Richie ekki þagað lengur og var reyndar dauðhræddur um að hans eigin kærasta yrði næsta fórnarlamb Charles.

Hann yfirgaf því Arizona, fór heim til foreldra sinna í Ohio og sagði þeim alla sólarsöguna. Þau fóru strax á fund lögreglu.

Richie átti síðar eftir að verða helsta vitni saksóknara í réttarhöldunum gegn Charles.

Charles fylgdi lögreglu að gröfunum. Mynd/Life

Árið 1966 var Charles dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Alleen Rowe og skyldi hann sitja inni að lágmarki í 50 ár. Hann hlaut dáuðadóm fyrir morðið á Fritz systrunum en þeim dóm var breytt í ævilangt fangelsi þegar að Arizona afnam dauðarefsingu.

Honum var vægast ekki vel tekið af öðrum föngum og í mars árið 1975 var hann stunginn það illa að hann missti auga og nýra.

Charles Schmid lést tíu dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025