fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fókus

„Hundrað prósent mannætan“ og leikarinn Armie Hammer til rannsóknar lögreglu vegna meintrar nauðgunar

Fókus
Mánudaginn 17. apríl 2023 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Armie Hammer hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarin misseri fyrir samskipti sín við ástkonur sínar og hefur verið sakaður um að vera með blæti fyrir mannáti, svo dæmi séu tekin um þær hörðu ásakanir sem hafa verið lagðar fram í hans garð.

Nú greina fjölmiðlar hið ytra frá því að Armie sé til rannsóknar lögreglu vegna meint kynferðisbrots, en hann er grunaður um að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni.

„Ég get staðfest að lögreglan í Los Angeles hefur kynnt mál sem varðar Armie Hammer fyrir embætti héraðssaksóknara. Málið er sem stendur í athugun,“ sagði talsmaður héraðssaksóknara í Los Angeles í samtali við CNN.

Ekki gat talsmaðurinn farið nánar út í þær meintu sakir sem til rannsóknar eru.

Hefur áður verið til rannsóknar

Leikarinn var áður til rannsóknar vegna meintrar nauðgunar sem átti að hafa átt sér stað árið 2017. Það mál kom upp árið 2021 og varðaði konu sem hefur gengið undir nafninu Effie, en fullt nafn hennar hefur ekki verið opinberað. Mál hennar var til rannsóknar í níu mánuði en þá var því lokað án ákæru.

„Ég er í gífurlegu losti eftir Armie. Mér býður við því að hann sé ekki að gangast við því sem hann gerði mér og að hann hafi gripið á það ráð að ráðast gegn mér,“ sagði Effie í yfirlýsingu til CNN. „Armie finnur fyrir engri eftirsjá. Hann heldur áfram að valda sársauka, og ég trúi því ekki að hann hafi breyst.“

Effie greinir svo frá því að hún hafi átt í haltu-mér-slepptu-mér sambandi við Armie á árunum 2016-2020. Hún hafi verið tvítug þegar hún kynntist honum á Facebook og orðið umsvifalaust ástfangin af honum. Armie hafi stöðugt látið reyna á þolþrif ástar hennar og umhyggju og hafi ekki virt hennar mörk. Með tíð og tíma hafi hann svo orðið ofbeldisfullur.

„Hann misnotaði mig andlega, tilfinningalega og kynferðislega,“ sagði hún á blaðamannafundi árið 2021.

Effie sakaði um að hafa nauðgað sér tímunum saman í apríl árið 2017.

„Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði Effie og bætti við að hún lifði í stöðugum ótta. Hún hafi fyrst reynt að afsaka ofbeldið með því að svona væri leikarinn að sýna henni ást. Hún hafi jafnvel um tíma misst viljann til að lifa.

Sagðist sjálfur vera þolandi

Armie sagði í viðtali í febrúar að hann hafi ávallt fengið samþykki í kynferðislegum samskiptum, en þó hafi hann kannski ekki komið vel fram við konur.

„Ég nældi mér í þessar konur og henti þeim inn í þetta, þennan storm af ferðalögum, kynlífi, fíkniefnum og stórum tilfinningum – síðan þegar ég hafði lokið mér af losaði ég mig við þær og fór að einbeita mér að næstu konu og upplifði hin konan þá að hún væri yfirgefin og notuð,“ sagði hann við Air Mail.

Leikarinn greindi frá því í sama viðtali að hann hefði sjálfur orðið fyrir kynferðisofbeldi, en hann hafi verið misnotaður af presti þegar hann var 13 ára. Þetta hafi leitt til þess að leikarinn sé í dag BDSM-hneigður. Hann sagði að ásakanirnar í hans garð hefðu verið honum gífurlega þungbærar og hafi hann um tíma íhugað að taka eigið líf.

„Ég fór út í sjóinn og synti eins langt og ég gat og vonaði að ég myndi annað hvort drukkna eða að ég yrði fyrir bát eða étinn af hákarli. Síðan mundi ég að börnin mín voru í landi og að ég gæti ekki gert þeim þetta.“

Hann gekkst við því að geta verið skíthæll og eigingjarn og að hann hefði notað fólk til að líða sjálfum betur. Hann hafi þó aldrei beitt kynferðislegu ofbeldi en viðurkenndi þó að valdajafnvægið hjá honum og elskhugum hans hafi verið brenglað þar sem þær voru gjarnan mikið yngri og hann auk þess vinsæll og efnaður leikari.

Hundrað prósent mannæta

Tvær fyrrverandi kærustu Armie, þær Courtney Vucekovich og Julia Morrison, röktu samband sitt við leikarann í heimildarþáttunum House of Hammer sem kom út á síðasta ári, og sögðu frá ógnvekjandi texta- og raddskilaboðum sem þær fengu frá leikaranum.

„Í upphafi fannst mér allt fullkomið; þetta var dásamlegt,“ sagði Courtney, en báðar konurnar sögðu leikarann hafi beitt þær svonefndum ástarsprengingum (e. love bombing) sem eiga sér gjarnan stað í ofbeldissamböndum þegar ofbeldismaðurinn er að vinna hug og hjarta þolanda síns. „Svo breyttist allt. Hann fór að ýta á mörkin manns, aðeins meira í hvert sinn,“ sagði Courtney og hélt áfram: „Þú ert algjörlega hans…. ég meina hann sagði: „Ég er hundrað prósent mannæta. Ég er að fríka út“.“

Sjá einnig: Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Atvinnulaus fýlupúki

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lily Allen hótað lífláti vegna ummæla í hlaðvarpsþætti

Lily Allen hótað lífláti vegna ummæla í hlaðvarpsþætti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spúði ælu á skemmtistað vegna Ozempic

Spúði ælu á skemmtistað vegna Ozempic
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað er þetta kortisól-andlit sem allir eru að tala um?

Hvað er þetta kortisól-andlit sem allir eru að tala um?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsmeistarinn sem gefst ekki upp – „Líf mitt er eitt stórt áfall“

Heimsmeistarinn sem gefst ekki upp – „Líf mitt er eitt stórt áfall“