Tottenham hefur áhuga á að ráða Jurgen Klinsmann sem næsta þjálfara ef marka má frétt Kicker.
Antonio Conte yfirgaf félagið nýlega og er Cristian Stellini bráðabirgðastjóri.
Tottenham er því í þjálfaraleit og samkvæmt Kicker er nafn Klinsmann á blaði.
Um er að ræða fyrrum landsliðsþjálfara Þýskalands og Bandaríkjanna, auk Bayern Munchen og Hertha Berlin. Í dag er Klinsmann landsliðsþjálfari Suður-Kóreu eftir að hafa tekið við í febrúar.
Þá eru nöfn Brendan Rodgers, Vincent Kompany, Mauricio Pochettino, Graham Potter og Julian Nagelsmann á blaði einnig.
Tottenham hefur verið í vandræðum undanfarið og er alls ekki víst að liðið landi Meistaradeildarsæti.