fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Gerði heimili sitt að fíkniefnaverksmiðju

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. apríl 2023 20:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september árið 2022 fundust 339 kannabisplöntur í einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Maður sem bjó einn í húsinu var ákærður í málinu. Dómur var kveðinn upp í þessu máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. apríl síðastliðinn.

Í dómnum er að finna eftirfarandi frásögn af málsatvikum:

„Upphaf málsins var það að lögreglu barst tilkynning um að í fasteigninni að […] væri hugsanlega kannabisræktun. Um er að ræða einbýlishús með bílskúr. Ákærði var þar einn skráður til lögheimilis. Tveir lögreglumenn fóru á vettvang og tóku eftir því að kannabislykt var að finna við inngang á jarðhæð og að búið var að loka fyrir alla glugga á jarðhæðinni svo ekki sást inn. Skömmu síðar kom kona með tvö ung börn út um aðalinngang hússins á efri hæð. Hún sagðist ekki búa þarna en benti á ákærða. Bauð hún lögreglumönnum inn. Sáu þeir að íbúð var á efri hæð hússins og að dyr að stiga niður á neðri hæð hússins voru læstar með hengilás. Konan sagðist ekki vera með lykla að lásnum og ekki hafa komið þangað niður. Hún hringdi í ákærða og bað hann um að koma en yfirgaf vettvanginn síðan sjálf.“

Hinn ákærði kom síðan á vettvang, opnaði hengilásinn og leiddi lögreglumenn inn í vistarverurnar. Sást að kannabisræktun fór fram í húsnæðinu í fimm aðskildum rýmum. Var fjöldi kannabisplantna handlagður auk tóla og tækja til ræktunar.

Lærði kannabisræktun af Youtube

Fyrir dómi sagðist ákærði hafa lært kannabisræktum af Youtube. Sagðist hann hafa átt ræktunina sem var á heimili hans og staðið einn að henni. Hann kvaðst hafa ræktað plönturnar til eigin nota en ekki til söludreifingar.

„Ákærða er gefið að sök fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 339 kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags
ræktað greindar plöntur. Ákærði hefur gengist við því að hafa ræktað plönturnar og haft þær í vörslum sínum en neitar því alfarið að það hafi verið í sölu- og dreifingarskyni. Hefur hann haldið því fram að þetta hafi einungis verið til eigin neyslu,“ segir í niðurstöðukafla dómsins.

Þrátt fyrir framburð mannsins telur dómurinn hafið yfir vafa að ræktunin hafi farið fram í sölu- og dreifingarskyni.

Maðurinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Var hann dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar upp á um 1,3 milljónir króna.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband