fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Grunaður um að hafa numið Filippu á brott og beitt hana kynferðisofbeldi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. apríl 2023 11:39

Lögreglumenn að störfum í Kirkerup þegar leitað var að Filippa. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska þjóðin fylgdist skelfingu lostin með um helgina eftir að hin 13 ára Filippa hvarf á dularfullan hátt þegar hún hafi nýlokið við blaðaburð í bænum Kirkerup um hádegisbil á laugardaginn.

Þau frábæru tíðindi bárust svo í gær að Filippa hefði verið fundin á lífi og var 32 ára gamall karlmaður handtekinn í kjölfarið. Nú hefur verið greint frá því að sá maður sé grunaður um að hafa numið Filippu á brott, haldið henni í rúman sólarhring og á þeim tíma nauðgað henni og beitt hana öðru kynferðisofbeldi. Mun maðurinn hafa flutt hana einu sinni milli húsa og hótað henni að beita hana frekara kynferðisofbeldi. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. maí og greina danskir fjölmiðlar frá því að hann ætli ekki að áfrýja þeim úrskurði til áfrýjunardómstóls.

Sjá einnig:Þetta vitum við um mál Filippa og þessu vantar svör við

Mun maðurinn hafa játað á sig sakir að hluta en þar sem þinghald í morgun var lokað er ekki vitað hvaða sakir hann hefur játað og hverjum hann neitar.

Verjandi mannsins hefur farið fram á að nafni hans verði haldið leyndu með vísan til þess að hann sé vel þekktur í samfélagi sínu og gæti nafngreining valdið honum skaða.

Fjölmiðlar hafa þó lýst manninum. NiNews greinir frá því að hann hafi verið klæddur í ljós gráan jogginggalla frá Nike og appelsínugula Adidas skó. Hann sé ósköp venjulegur í útliti, grannvaxinn með brúnt hár sem sé stutt til hliðanna en lengra að ofan. Ekki sé hægt að lýsa honum nánar án þess að brjóta gegn nafnleynd.

Að sögn fjölmiðla var dómsalur fullur þegar þinghald byrjaði en þar sem þinghaldið er lokað var fjölmiðlum og öðrum óviðkomandi vísað út áður en sakirnar voru lesnar upp. Ekki er enn vitað hvort að maðurinn hafi þekkt til Filippu áður en hann nam hana á brott eða hvernig lögregla hafði upp á honum.

Saksóknari í málinu hefur ekki útilokað að fleiri tengist málinu.

Filippa var send á sjúkrahús eftir að hún fannst en fékk að fara heim síðdegis í gær.

Móðir Filippu skrifaði á Facebook í gærkvöldi að Filippu líði ágætlega eftir atvikum. Þakkaði hún dönsku þjóðinni fyrir stuðninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband