Betur fór en á horfðist þegar knattspyrnumaðurinn Ciro Immobile lenti í bílslysi um helgina.
Immobile, sem er leikmaður Lazio á Ítalíu, var að keyra í Róm með dætrum sínum tveimur þegar sporvagn ók á Land Rover bifreið kappans.
Sporvagninn fór yfir á rauðu ljósi og keyrði á bílinn.
Bifreið Immobile lítur ansi illa út eftir áreksturinn.
Það er enginn alvarlega slasaður en Immobile verður líklega frá í tvær vikur vegna meiðsla á hrygg.
Immobile er 33 ára gamall og á 55 A-landsleiki að baki fyrir hönd Ítalíu.
Myndir af afleiðingum slyssins eru hér að neðan.