fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Árni var rukkaður um 176 þúsund krónur á Bæjarins bestu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árna Helgasyni, lögmanni og hlaðvarpsstjórnanda, brá heldur betur í brún í morgun þegar hann fékk ekki heimild á kort sitt fyrir appelsínusafa sem hann hugðist kaupa fyrir son sinn.

Árni segir frá þessu á Twitter:

„Gott móment á kassanum í Hagkaup í morgun að fá ekki heimild á kortinu fyrir appelsínusafa handa syninum. Skoðaði færsluyfirlitið og sá þá skýringu, kallinn var greinilega stór um helgina, straujaði milljón í Byko og 176 þús. á Bæjarins Bestu. Sé ekki eftir neinu,“ segir Árni.

Allt á sér þetta þó eðlilegar skýringar og er Árni langt því frá sá eini sem hefur lent í þessu að undanförnu.

Málið á rætur sínar að rekja til villu sem kom upp eftir að staðlabreytingar voru gerðar á íslensku krónunni í greiðslukerfum um helgina. Voru aukastafir við íslensku krónuna felldir á brott.

DV þekkir dæmi þess að kona sem keypti matvöru í Bónus fyrir 9.040 krónur hafi lent í því að heimild var sótt á kortið fyrir 904 þúsund krónum. Þá hefur fólk á Twitter bent á sambærileg dæmi. Þannig var einn rukkaður um 1.399.600 krónur í Byko og annar um 506.800 krónur í Blómaval.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband