Það kom upp furðulegt atvik í frönsku úrvalsdeildinni í gær.
Þar mættust Clermont Foot og Angers.
Fyrrnefnda liðið endaði tveimur færri en tókst á magnaðan hátt að knýja fram 2-1 sigur.
Bæði mörk liðsins komu af vítapunktinum. Það seinna skoraði Muhammed Cham.
Það sem vakti mesta athygli þar voru stuðningsmenn Angers fyrir aftan markið. Þeir girtu niður um sig og settu rassinn í átt að Cham.
Það dugði ekki til að trufla Svisslendinginn, sem skoraði.
Sjón er sögu ríkari. Mynd af þessu er hér að neðan.
Angers fans unleash creative way to put off opposing penalty taker 🍑💀🇫🇷 pic.twitter.com/KwbRg5oqQ0
— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 16, 2023