Marcus Rashford leigði 124 sæta flugvél til að koma sér og kærustu sinni til New York í síðasta mánuði.
Þessi stjarna Manchester United fór til New York þegar landsleikjahlé var í síðasta mánuði. Vakti hann til að mynda athygli þar fyrir klæðaburð sinn í Stóra eplinu, en hann þótti sérstakur.
Meira
Rashford fór í frí til New York – Klæðnaður hans í stórborginni vekur athygli
Rashford ferðaðist ekki þangað eins og flestir því hann leigði flugvél af gerðinni Boeing 737 fyrir sig og kærustu sína.
Fyrir það borgaði enski landsliðsmaðurinn 240 þúsund pund, rúmar 40 milljónir íslenskra króna.
Rashford og kærasta hans voru aðeins tvö um borð í vélinni.