Sydney hefur verið fjölmennasta borg Ástralíu í rúm hundrað ár en nú hefur önnur borg tekið fram úr henni í mannfjölda.
BBC greinir frá því að Melbourne sé nú fjölmennari og er það í fyrsta sinn frá því seint á 19. öld sem það gerist en þá stóð gullæðið sem hæst.
Samkvæmt nýbirtum tölum sem taka til mannfjölda í júní 2021 voru íbúar Melbourne 4.875.400, eða 18.700 fleiri en íbúar Sydney.
Sú breyting var gerð fyrir skemmstu að bærinn Melton í úthverfi Melbourne var tekinn inn í íbúafjölda borgarinnar og þar með varð hún fjölmennari en Sydney.
Stór-Sydney-svæðið, þar er borgin sjálf, úthverfi og tengd sveitarfélög, er enn fjölmennari en stór-Melbourne-svæðið en áströlsk yfirvöld telja Melbourne muni skjótast fram úr Sydney í þeim efnum árið 2031 eða þar um bil.