Arsenal hefur tekið ákvörðun um að ræða ekki við Mikel Arteta um nýjan samning fyrr en í sumar.
Frá þessu greina enskir miðlar en Arteta hefur gert frábæra hluti með Arsenal sem virðist ætla að vinna Englandsmeistaratitilinn.
Arsenal vill svo sannarlega framlengja við Arteta en vill þó ekki að það reynist truflun í harðri titilbaráttu.
Það verður því ekki rætt um neina framlengingu fyrr en í sumar þrátt fyrir áhuga franska stórliðsins Paris Saint-Germain.
PSG er að skoða stöðu Arteta en Spánverjinn á tvö ár eftir af samningi sínum í London.