fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Taldi Mourinho hafa svikið sig og var farinn aðeins ári seinna – ,,Ég vildi ekki vinna fyrir hann í annað ár“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. apríl 2023 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Filipe Luis, fyrrum leikmaður Chelsea, var illa við Jose Mourinho um tíma er hann spilaði fyrir félagið.

Luis er 37 ára gamall í dag en hann skrifaði undir hjá Chelsea árið 2014 og kom til félagsins frá Atletico Madrid.

Mourinho var á þessum tíma stjóri Chelsea en náði ekki að heilla Luis sem var farinn aftur til Atletico aðeins 12 mánuðum seinna.

Luis taldi Mourinho hafa svikið loforð um sumarið er hann skrifaði undir en Brasilíumaðurinn var á bekknum í fyrsta leik tímabilsins.

,,Þegar ég var á bekknum í fyrsta leik tímabilsins þá bankaði ég á dyrnar hjá Mourinho og spurði hann af hverju hann hefði fengið mig hingað, af hverju gat ég ekki haldið áfram hjá Atletico?“ sagði Luis.

,,Hann sagði við mig að ég væri ekki eins öruggur varnarlega og Cesar Azpilicueta. Á þessum tíma þá fannst mér hann hafa svikið mig.Ég vildi ekki vinna fyrir hann í annað ár.“

,,Þetta var ekki honum að kenna að lokum, við unnum úrslitaleikinn og ég er með medalíuna heima hjá mér,“ bætti Luis við en Chelsea vann deildabikarinn þetta tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Telur að Guardiola sé að kveðja

Telur að Guardiola sé að kveðja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákveðnir leikmenn Manchester United í spes WhatsApp hóp

Ákveðnir leikmenn Manchester United í spes WhatsApp hóp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Í gær

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?