Skelfilegur árekstur átti sér stað á Ítalíu um helgina þar sem stórstjarnan Ciro Immobile lenti í slysi.
Immobile er fyrirliði Lazio í efstu deild á Ítalíu en hann er 33 ára gamall og er búsettur í Róm.
Immobile keyrði börn sín á götum borgarinnar en samkvæmt miðlum fór sporvagn yfir á rauðu ljósi og klessti á bifreið hans.
Bifreið leikmannsins er í rústum en sem betur fer þá slasaðist enginn alvarlega hvorki hann né börnin.
Immobile var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en útlit er fyrir að nái sér að fullu innan skamms.
Myndir af þessu má sjá hér.