N’Golo Kante, leikmaður Chelsea, er orðaður við brottför frá félaginu er samningi hans lýkur í sumar.
Franska blaðið L’Equipe fjallaði um stöðu Kante í vikunni þar sem tekið er fram að félög hafi sýnt honum áhuga í janúar.
Kante má fara frítt í sumar ef Chelsea nær ekki að semja en Frank Lampard, stjóri Chelsea, vonar innilega að hann fari ekki annað.
,,N’Golo vill halda ferlinum áfram í London þar sem hann lifir sínu lífi,“ kemur fram í frétt L’Equipe.
,,Hann elskaði að vinna undir Antonio Conte en hann var rekinn frá Tottenham. Arsenal sýndi einnig áhuga. Við búumst við að hann skrifi undir nýjan samning við Chelsea áður en hann heldur annað.“
Lampard hefur nú svarað þeim ummælum sem birtust í blaðinu.
,,Ég hef unnið með N’golo áður og hann er stórkostlegur leikmaður. Hann er einn sá besti sem ég hef unnið með.“
,,Ég þekki hversu mikilvægur hann er því á mínu fyrsta tímabili var hann lengi frá vegna meiðsla og fundum fyrir því.“
,,Hann er klárlega einn af bestu miðjumönnum heims.“