Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, mun hafna tækifærinu á að spila með Cristiano Ronaldo í Sádí Arabíu.
Al-Nassr í Sádí Arabíu hefur áhuga á að semja við Zaha sem mun yfirgefa Palace eftir að tímabilinu lýkur.
Sóknarmaðurinn hefur hafnað nýju samningstilboði frá Palace og er á förum í sumar.
Ronaldo er leikmaður Al-Nassr en hann er stærsta stjarna deildarinnar og augljóslega ein stærsta knattspynustjarna heims.
Zaha er orðinn þrítugur og hefur ekki verið upp á sitt besta í vetur en virðist ekki ætla að elta peningana.
Lið á Ítalíu eru einnig orðuð við Zaha og þá er Borussia Dortmund einnig nefnt til sögunnar.