Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur tjáð sig um hegðun stuðningsmanna liðsins í vikunni.
Stuðningsmenn Man City bauluðu á Joao Cancelo í leik gegn Bayern Munchen en þeir ensku unnu sannfærandi, 3-0.
Cancelo er leikmaður Man City en hann var lánaður til Bayern í janúar og er framtíð hans í mikilli óvissu.
Það vakti athygli er stuðningsmenn Man City bauluðu á Cancelo í viðureigninni en Guardiola virðist ekki hafa áhyggjur.
,,Joao hefur alltaf verið vinsæll hjá Man City. Kannski gerðist þetta því hann er andstæðingurinn,“ sagði Guardiola.
,,Ég er viss um að hann sé enn vinsæll á meðal þeirra. Joao hefur verið og verður mögulega áfram mikilvægur leikmaður fyrir okkur.“