Thomas Tuchel, stjóri Bayern Munchen, hefur tjáð sig um stöðu sóknarmannana Sadio Mane og Leroy Sane.
Mane er ásakaður um að hafa kýlt Sane eftir leik við Manchester City í Meistaradeildinni í vikunni sem skildi eftir sig sprungna vör.
Tuchel viðurkennir að Mane hafi fengið sekt fyrir hegðun sína en útlit er fyrir að leikmennirnir hafi náð sáttum.
,,Það er búið að útkljá þetta mál. Þeir spiluðu leikinn og fengu sekt og það varð niðurstaðan,“ sagði Tuchel.
,,Andrúmsloftið var jákvætt á æfingasvæðinu bæði í dag og í gær. Ég er hérna til að koma Mane til varnar.“
,,Ég hef þekkt hann í langan tíma og ég veit að hann er mikill atvinnumaður og ég þekki hans fólk. Hann hefur aldrei gerst sekur um neitt.“