Í gærkvöld var tilkynnt um fíkniefnasölu til lögreglunnar. Sölumaðurinn reyndist vera hárgreiðslumaður og átti málið ekki við rök að styðjast. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar segir einnig frá því að tilkynnt var um unga drengi að fara inn í grunnskóla. Þegar lögreglu bar að var engan að sjá en augljóst að búið var að fara inn og valda eignaspjöllum.
Tilkynnt var um mann að reyna að komast inn í bíla í einum af bílastæðahúsum borgarinnar. Óljóst er hvort viðkomandi hafði eitthvað upp úr krafsinu.