Barcelona færist nær því að klófesta Ilkay Gundogan frá Manchester City. Þetta segir Sport.
Samningur Þjóðverjans við City er að renna út og æltar Barcelona því að sækja hann frítt.
Félagið hefur fylgst með honum í töluverðan tíma og bindir nú vonir við að það sé nálægt því að klófesta hann.
Talið er að Börsungar séu til í að bjóða Gundogan 12 milljónir evra á ári í Katalóníu.
Gundogan hefur verið á mála hjá City síðan 2016 og átt góðu gengi að fagna. Til að mynda hefur félagið fjórum sinnum orðið Englandsmeistari á tíð Gundogan.