fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fréttir

Árni Tryggvason látinn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. apríl 2023 13:37

Árni Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Tryggvason leikari lést í gær, 99 ára að aldri. Örn Árnason sonur hans og leikari greinir frá andláti föður síns í orðsendingu þeirra systkina til vina og ættingja í færslu á Facebook:

„Kæru ættingjar og vinir. Þá er tjaldið fallið í síðasta sinn hjá pabba okkar Árna Tryggvasyni leikara. Hann kvaddi þennan heim í hádeginu þann 13.apríl uppi á Eir, sem var hans dvalarstaður og foreldra okkar hin síðustu ár. Pabbi fæddist 19. janúar 1924 og náði því að verða 99 ára gamall. Mamma lést í júli á síðasta ári, 94 ára og nú dansa þau loksins valsinn sinn saman. Kærar þakkir til Eirar fyrir umönnun foreldra okkar hin síðustu ár. Pabbi var alla tíð mikil aðdáandi Samuels Becketts leikritaskálds og lék tvisvar í leikriti hans Beðið eftir Godot sem hann hafði miklar mætur á. Beckett fæddist 13.apríl og pabbi okkar dó 13.apríl. Godot kallar menn til sín þegar tíminn er kominn. Hann var 13.apríl fyrir pabba. Jóna Magga, Svanlaug og Örn.“

Árni fæddist 19. janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd. Árni er mörgum eftirminnilegur í hlutverki hans sem Lilli Klifurmús í uppsetningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi 1977. Þar lék hann á móti Bessa Bjarnasyni í hlutverki Mikka refs.

Fjölmargir minnast Árna þar á meðal Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður, rithöfundur og þýðandi sem minnist einmitt á Lilla Klifurmús:

„Hann var magnaður leikari og listamaður. Mín kynslóð kynntist honum fyrst sem Lilla Klifurmús og að hluta til verður hann alltaf Lilli Klifurmús í mínum huga, en hann átti marga strengi í sinni hörpu og var til dæmis frábær Beckett-leikari. Hann lék Estragon í Beðið eftir Godot tvívegis með 20 ára millibili. Einnig lék hann Krapp í Síðasta segulbandi Krapps eftir Beckett. Eins og Örn sonur Árna bendir á í tilkynningu um lát föður síns var á einhvern hátt við hæfi að hann skyldi andast á fæðingardegi Becketts, 13. apríl,“ segir Illugi.

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar fyrr og síðar hefur nú kvatt sviðið í hinsta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fjögurra manna fjölskylda komst úr brennandi íbúð í Kópavogi í nótt

Fjögurra manna fjölskylda komst úr brennandi íbúð í Kópavogi í nótt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Upplýsingar um leynilega áætlun Pútíns hafa lekið út

Upplýsingar um leynilega áætlun Pútíns hafa lekið út
Fréttir
Í gær

Einar Kárason gagnrýnir RÚV harkalega – „Þar er varnarbaráttu Úkraínumanna gegn innrás líkt við árásarstríð Napóleons gegn Rússum 1812“

Einar Kárason gagnrýnir RÚV harkalega – „Þar er varnarbaráttu Úkraínumanna gegn innrás líkt við árásarstríð Napóleons gegn Rússum 1812“
Fréttir
Í gær

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“