fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433Sport

Hjörvar tjáir sig um risatíðindin af Gylfa Þór – Ræddi við enska blaðamenn sem eru orðlausir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 13:21

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risafréttir bárust í dag þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson sé nú laus allra mála.

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Eftir rúma 600 daga í farbanni frá Bretlandi er Gylfi frjáls ferða sinna og málið látið niður falla, taldi saksóknari engar líkur á sakfellingu í málinu.

Málið var tekið fyrir í hlaðvarpinu vinsæla Dr. Football í dag.

„Maður er búinn að tala við marga blaðamenn úti í Liverpool í morgun og þeir eru allir orðlausir. Þessu munu ábyggilega fylgja einhverjar lögsóknir,“ segir þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason.

Hrafnkell Freyr Ágústsson og Albert Brynjar Ingason voru með Hjörvari í setti.

„Þessi meðferð á einum manni er svakaleg og að hann hafi gengið í gegnum þetta er svaðalegt dæmi,“ segir Hrafnkell um málið.

Albert lagði einnig orð í belg. „Þetta er mannskemmandi. Tvö ár.“

Margir velta því upp hvort Gylfi snúi nú aftur á knattspyrnuvöllinn. Landsleikir eru til að mynda framundan í júní. Hjörvar segir fólki að búast þó ekki við Gylfa þar.

„Margir velta líklega fyrir sér hvort hann verði mættur í landsleikina í júní. Ég myndi nú telja afskaplega litlar líkur á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
433Sport
Í gær

Salah tók fram úr Rooney í gær

Salah tók fram úr Rooney í gær
433Sport
Í gær

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir
433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara
433Sport
Í gær

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning