Það gæti skapast krísuástand hjá Manchester United eftir rúma viku þegar liðið mætir Brighton í undanúrslitum enska bikarsins.
Lisandro Martinez og Raphael Varane fóru báðir meiddir af velli í 2-2 jafntefli gegn Sevilla í Evrópudeildinni í gær.
Nánast er hægt að útiloka að Lisandro geti spilað leikinn eftir rúma viku og Varane gæti verið í kappi við tímann.
Til að bæta gráu ofan á svart tekur Harry Maguire út leikbann gegn Brighton vegna gulra spjalda í enska bikarnum.
Því eru líkur á að Victor Lindelöf verði eini miðvörður United sem verður til taks á Wembley þar sem farmiði í úrslitaleikinn er í boði.
Fleiri meiðsli herja á leikmenn United en Luke Shaw og Marcus Rashford eru frá vegna meiðsla og óvíst er hvenær þeir ná heilsu.
😳 Victor Lindelof could be the only centre back available for the FA Cup semi-final, with Varane and Martinez's injuries, as well as Maguire's suspension. #mufc pic.twitter.com/R50DflPFxY
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) April 14, 2023