Luis Diaz hefur ekki tekið þátt í leikjum Liverpool frá því í október en meiðsli hafa hrjáð þennan knáa kantmann.
Diaz ætlaði sér að snúa til baka í desember en þegar hann byrjaði að æfa kom bakslag í endurhæfingu hans.
Liverpool hefur svo sannarlega saknað Diaz sem var í upphafi móts meðal bestu manna liðsins.
„Hann er 100 prósent klár,“ sagði Jurgen Klopp á fréttamannafundi í dag og staðfesti að Diaz yrði í hóp gegn Leeds á mánudag.
Liverpool keypti Diaz frá Porto fyrir væna summa í janúar á síðasta ári og hafði hann átt góða spretti áður en meiðslin fóru að hrjá hann.
Liverpool er um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni en tímabilið hefur verið gríðarleg vonbrigði á Anfield.
🗣️ "He is 100% ready in training." ✅
Jurgen Klopp confirms that Luis Diaz will be in the Liverpool squad for this weekend's match pic.twitter.com/mht7NFO7De
— Football Daily (@footballdaily) April 14, 2023