Erik ten Hag stjóri Manchester United segir útlitið ekki gott er varðar meiðsli Lisandro Martinez. Líklegt er talið að Lisandro Martinez verði mjög lengi frá, fór hann grátandi af velli í jafntefli gegn Sevilla í gær.
Martinez yfirgaf Old Trafford á hækjum og í spelku, útlitið ekki gott.
Manchester United er í vondum málum eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.
„Með Martinez þá lítur þetta ekki vel út,“ sagði Ten Hag eftir leik en taldi meiðslin ekki tengjast hásin varnarmannsins eins og óttast var í fyrstu.
United var 2-0 yfir og hafði mikla yfirburði í leiknum en kastaði forystunni frá sér og missti Lisandro og Raphael Varane í meiðsli.