fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Ferðamaður tilkynnti fjársvik í gær: Ein og hálf milljón horfin af reikningnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2023 07:11

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tiltölulega rólegt var í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.

Í miðborginni kom ferðamaður inn á lögreglustöð og tilkynnti fjársvik. Taldi ferðamaðurinn að búið væri að taka eina og hálfa milljón út af reikningnum sínum. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu nú í morgunsárið.

Þá var lögreglu tilkynnt um mann sem var að plokka strikamerki af vörum. Maðurinn er grunaður um eignaspjöll á vörum úr versluninni.

Glöggir lögreglumenn á lögreglustöð 3, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og í Breiðholti, urðu varir við sölu fíkniefna og eru hvoru tveggja kaupandi og meintur seljandi grunaðir um vörslu fíkniefna. Sölumaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa en hann er einnig grunaður um ólöglega dvöl í landinu.

Þessu til viðbótar voru þrír ökumenn teknir úr umferð, þar af tveir vegna gruns um ölvun við akstur en sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú