fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Hann gat skipað hermönnum að æða beint út í dauðann – Misheppnuð sókn kostaði hann starfið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2023 06:45

Rustam Muradov t.v. og Sergei Shoigu varnarmálaráðherra. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af æðstu yfirmönnum rússneska hersins og einn af þeim sem kom að stjórnun aðgerða hersins í Úkraínu var nýlega rekinn úr starfi. Ástæðan er hörmuleg frammistaða hans við stjórnun aðgerða hersins í Donetsk en þar varð herinn fyrir miklu manntjóni og missti mikið af búnaði.

Herforinginn fyrrverandi heitir Rustam Muradov og er hann sagður vera hrottafenginn yfirmaður sem hafi ekki hikað við að skipa hermönnum sínum að æða út í opinn dauðann.

Hann var hylltur sem „þjóðhetja“ sem gæti náð markmiðum Kremlverja um að ná öllu Donbas undir rússneska stjórn vegna reynslu sinnar í Tjétjeníu, Sýrlandi og sem næstæðsti yfirmaður heraflans í suðurhluta Rússlands. En þessi reynsla skilaði ekki tilætluðum árangri.

Breska varnarmálaráðuneytið segir í stöðuskýrslu sinni um gang stríðsins að Muradov hafi verið sparkað vegna lélegs árangurs á vígvellinum og „gríðarlegs tjóns“.

Hann er hæstsetti rússneski herforinginn sem hefur fengið sparkið það sem af er ári en líklega ekki sá síðasti, segja Bretarnir.

Orðrómar um brottrekstur Muradov hafa gengið á Telegram síðustu vikur og margir rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá honum en brottreksturinn hefur ekki verið staðfestur opinberlega.

Hersveitir Muradov hafa beðið mikið afhroð í hörðum bardögum um námubæinn Vuhleda. Bærinn er gjörónýtur en þar bjuggu um 15.000 manns fyrir stríð.

Einn af undirmönnum Muradov sagði að mannfallið við Vuhledar hafi verið svo mikið að aðeins 8 menn úr 100 manna hersveit hafi lifað af þátttöku í bardögunum þar.

Á þremur dögum í febrúar misstu hersveitir Muradov 103 hertól í sókn sinni að Vuhledar. Þar á meðal voru 36 skriðdrekar. Á sama tíma misstu Úkraínumenn 20 hertól, þar af tvo skriðdreka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför