Þetta segja samtök Aleksei Navalny, stjórnarandstæðings sem situr nú í rússneskum fangabúðum vegna andstöðu hans við Pútín.
Samtökin birtu nýlega myndband á YouTube-rásinni Navalny Live þar sem fullkomið Pantsir S1-loftvarnarkerfi sést í fjalllendi.
Samtökin segja að loftvarnarkerfinu hafi verið komið fyrir nærri afgirtum glæsihúsum sem eru annars vegar 3.800 fermetrar og hins vegar 8.300 fermetrar. Á lóðinni er þyrlupallur og upphituð utanhússlaug.
Eigandi fasteignanna er gasfyrirtækið Gazprom en Pútín er sagður nota húsin sem einkasumarleyfisstað sinn.