Julian Nagelsmann fyrrum stjóri FC Bayern hefur fengið boð frá Chelsea um að koma til fundar við félagið og ræða mögulegt samstarf.
Chelsea leitar að framtíðar stjóra sínum og hefur fundað með Luis Enrique fyrrum þjálfara Spánar og Barcelona.
Nagelsmann var rekinn frá Bayern á dögunum og hefur Chelsea áhuga á að funda með honum.
Bild segir að Chelsea sé búið að setja sig í samband við Nagelsmann og nú sé beðið eftir svari frá honum.
Chelsea ákvað að ráða Frank Lampard til starfa út tímabilið og taka sér góðan tíma í að reyna að finna réttan mann.